Við kynnum með stolti að heimildarmyndin Lífið er núna verður sýnd fimmtudaginn, 26. mars klukkan 20:30 á RÚV sjónvarpsstöð allra landsmanna. Myndin sýnir í máli og myndum síðustu 20 árin í starfi félagsins og hvernig það hefur verið til staðar fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur í gegnum tíðina.
Við hvetjum landsmenn alla til að setjast í sófann með sínum nánustu og auðvitað gæti að 2 m fjarlægð og horfi á þessa frábæru mynd sem endurspeglar svo vel kjörorð félagsins að njóta líðandi stundar. Það er ekki slæmt að minna sig á það á tímum sem þessum.
Endilega meldaðu þig á Facebook viðburðinn okkar því þannig getum við dreift boðskapnum enn frekar út.
Myndin er framleidd af Falcor, Lailu markaðsstofu og Krafti. Aðalstyrktaraðili myndarinnar er Atlantsolía og sérstakar þakkir fær RÚV.
Hér má sjá stiklu úr heimildarmyndinni
Lífið er núna ?