Ótrúlegt en satt, þá fer árið senn að líða! Nú þegar jólin eru handan við hornið er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að njóta saman á hinu árlega Aðventukvöldi Krafts þar sem þér er boðið ásamt fjölskyldu þinni til okkar í Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 5. desember, kl.18:00 – 20:00 🎅🎄✨
Dagskrá kvöldsins ætti að höfða til allra í fjölskyldunni og verða jólalegar veitingar í boði. Jólahappdrættið okkar verður á sínum stað með glæsilegum vinningum fyrir bæði börn og fullorðna, enginn annar en Emmsjé Gauti kemur okkur í jólastuðið, að sjálfsögðu verða jólasveinar á kreiki og gleðja þau sem yngri eru og munu stúlkurnar í Ylju færa okkur ljúfa stemningu.
Skráning er nauðsynleg en við minnum á að Aðventukvöldið er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra alfarið að kostnaðarlausu.
StelpuKraftur verður á sínum stað 11. desember þegar Ingibjörg Stefánsdóttir býður stúlkunum í yoga þerapíu hjá Yoga Shala og verður hittingur hjá Aðstandendakrafti þann 12. desmber en þá kemur Anna Steinsen og fjallar um hvernig má efla þrautseigju.
Jólaflot
Þann 17. desember bjóðum við félagsmönnum upp á jólaflot í umsjón Unnar Valdísar hjá Flottahetta.is. Hversu ljúft er að skella sér í miðri jólaösinni í smá jólaflot? Mikilvægt er að skrá sig hér, því takmarkaður fjöldi kemst að.