Í aðdraganda kosninga bauð Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess þeim flokkum sem bjóða fram til Alþingis að svara spurningum sem hvíla á krabbameinssjúklingum og aðstandendum þeirra. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins.
Allir flokkarnir nema Miðflokkurinn þáðu boð félagsins. Það er fagnaðarefni að viðhorf flokkanna til málaflokksins eru jákvæð og þverpólitísk sátt virðist vera um úrbætur í málum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Fulltrúar flokkanna lýstu allir áhuga á að fylgja eftir tillögum um íslenska krabbameinsáætlun til ársins 2020, sem gefnar voru út í vor. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um að framboð á krabbameinslyfjum á Íslandi skuli vera sambærilegt við það sem gerist á Norðurlöndunum. Skilningur á mikilvægi skimunar fyrir krabbameinum á faglegum forsendum var góður og flestir lýstu vilja til að slík skimun væri öllum aðgengileg án þess að kostnaður væri fyrirstaða. Almennur stuðningur var við niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og tannlækningum í tengslum við krabbameinsmeðferð. Þegar kom að umræðu um ferðakostnað aðstandenda vegna krabbameinsmeðferðar var almenn sátt um mikilvægi þess að bregðast við, til að jafna aðstöðu fólks.
Svör fulltrúa flokkanna má sjá hér: