Nýverið komu til okkar stelpur frá Vatnsendaskóla en þær voru með skólaverkefni að sinna einhverju góðverki. Þær ákváðu að leggja Krafti lið og hjálpuðu okkur að flokka perlur og að auki settu þær í framleiðslu góðverkadagatal þar sem allur ágóði rann til Krafts.
Dagatalið seldist skjótt upp og hafa þær ákveðið að prenta nokkur í viðbót en dagatalið heitir Góðverkadagatal 2025. Þær eru einstaklega ánægðar með að geta gefið af sér til Krafts eða eins og þær sögðu: „Það er heiður að hafa unnið með ykkur og erum við þakklátar fyrir tækifærið og lærdóminn sem við fengum úr þessu verkefni. Það gleður okkur að geta hjálpað ykkur í Krafti og finnst okkur starfsemin ykkar til fyrirmyndar!“
Starfsmenn og stjórn Krafts þakka þessum dásemdar stelpum frá Vatnsendaskóla fyrir að leggja Krafti lið og styðja við félagið og starf þess í þágu ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.