Kraftsblaðið okkar er komið út. Það er stútfullt af áhugaverðum greinum, viðtölum og öðru efni. Má þar nefna viðtal við Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur og Hjörleif Stefánsson en Anna glímir nú við krabbamein í annað sinn. Íris Birgisdóttir segir sögu sína í blaðinu en hún vill láta breyta lögum á Íslandi varðandi hver geti verið skráður eigandi kynfrumna. Við kíktum í heimsókn á líknardeild Landspítalans og fræddumst um þeirra starfsemi og margt fleira.
Þá ber að líta greinar um þakklæti, átakið okkar í janúar, lyfjastyrkinn, grein um VIRK, nýtt fyrirkomulag skimana og margt fleira. Tilvalið blað til að taka með sér í sumarfríið og lesa yfir góðum tebolla.
Blaðinu verður dreift á þónokkrar N1 stöðvar um land allt og getur fólk gripið það með sér, ýmsar heilbrigðisstofnanar landsins fá einnig blaðið til sín sem og félagsmenn Krafts og fleiri. Blaðið má lesa hér á netinu í heild sinni en ekki hika við að senda okkur tölvupóst ef þú vilt fá blaðið sent til þín.
Blaðið er einn af fjáröflunarleiðum félagins og erum við þakklát öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur með auglýsingu eða styrkarlínu
Eftirfarandi sáu um blaðið í ár:
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Laila Sæunn Pétursdóttir.
Ritstjórn: Gísli Álfgeirsson, Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Hrefna Björk Sigvaldadóttir, Linda Sæberg og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Umbrot: Hrefna Lind Einarsdóttir
Forsíðumynd: Þórdís Reynsdóttir
Prófarkalestur: Guðlaug Birgisdóttir.
Prentun: Prentmet-Oddi ehf.