Skip to main content

Lífið er núna dagurinn, 30. janúar

By 28. janúar 2025Fréttir

Lífið er núna dagurinn

Í tilefni af Vitundarvakningu Krafts verður „Lífið er núna dagurinn“ haldinn hátíðlega fimmtudaginn 30. janúar.

„Þennan dag hvetjum við almenning og fyrirtæki í landinu til að halda hátíðlegan Lífið er núna daginn en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar“, segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburða- og þjónustustjóri Krafts.

Við  hvetjum vinnustaði til að brjóta upp hversdagsleikann með því t.d. að bjóða upp á appelsínugular veitingar, fólk getur klæðst appelsínugulu eða mætt í sínu fínasta pússi í vinnuna, tilvalið er að draga fram sparistellið, byrja lífsstílsbreytinguna, hringja í gamlan vin eða bara baka uppáhaldskökuna þó svo það sé ekki veisla framundan.

Við erum auðvitað með fínu Lífið er núna servíetturnar okkar, sem og geggjaðan Lífið er núna veifur sem hægt er að skreyta skrifstofuna með.

„Ekki bíða eftir mómentinu heldur skapaðu það þegar þig langar til!“

Í tilefni af deginum, bjóðum við uppá létta pop-up tónleika með dásamlegu söngkonunni Rakel Sigurðardóttur í verslun Rammagerðarinnar á Laugavegi 31, fimmtudaginn 30. janúar, kl.17:30 – 18:00.

Rakel er stórkostleg söngkona sem söng lagið “Ég á lítinn skrítinn skugga”, eftir Gunnar Þórðarson við texta Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar í nýrri útgáfu og heyrist í auglýsingu Krafts sem er hluti af vitundarvakningu okkar í ár.

Sjá auglýsingu hér: https://youtu.be/3RFze6WYBpE

Tónleikarnir verða í sýningarsal í Rammagerðinni þar sem nú stendur yfir sýning á verkum Tótu Van Helzing „HOUSE OF VAN HELZING“ en sýningin er haldin í tilefni af vitundarvakningu Krafts.

Fjáröflunarvara Krafts, Lífið er núna-húfan, sækir innblástur í hönnun listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður í Krafti og var stórkostlegur prjónahönnuður.

Þau fyrirtæki sem hafa tök á eru hvött til að lýsa upp byggingar sínar í skammdeginu með appelsínugulum tónum sem er litur Krafts.

Ef þið hafið áhuga á að taka enn frekar þátt í deginum með okkur þar sem ágóði af appelsínugulum vörum rennur til Krafts, erum við að sjálfsögðu opin fyrir þess háttar samstarfi. Endilega sendið fyrirspurnir á kraftur@kraftur.org

Litla Lífið er núna búðin á þinn vinnustað?

Viltu fá litlu Lífið er núna búðina á þinn vinnustað á meðan vitundarvakningu stendur, til og með 12. febrúar? Við getum kíkt í heimsókn með allskonar Lífið er núna varning – fyrstur bókar fyrstur fær.  Endilega sendið fyrirspurnir á kraftur@kraftur.org

Close Menu