Fimmtudaginn 5. desember héldum við okkar árlega aðventukvöld hjá Krafti í Skógarhlíðinni, í húsi Krabbameinsfélagsins. Það var ekki að spyrja að því en fullt var út úr húsi þar sem glaðvær börn mættu með fjölskyldum sínum.
Í ár var dagskráin sérstaklega glæsileg og var jólahlaðborðið troðfullt af gómsætum veitingum sem ÓJohnson & Kaaber voru svo rausnarleg að gefa okkur. Jólahappdrættið var á sínum stað með veglegum vinningum frá okkar góðu samstarfsaðilum og velunnurum en vinningar hafa sjaldan verið jafn fjölbreyttir og glæsilegir.
Emmsjé Gauti mætti á svæðið og heillaði alla uppúr skónum, hressir jólasveinar kíktu í heimsókn og glöddu þau yngstu, auk þess sem stúlkurnar úr hljómsveitinni Ylju færðu okkur ljúfa tóna.
Kvöldið var ljúft og glæsilegt í alla staði og þökkum við öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þetta kvöld að því sem það var.
Innilegar þakkir fá:
- OJ&K fyrir veitingarnar
- Ölgerðin fyrir drykkina
- Emmsjé Gauti fyrir frábæran flutning
- Jólaveinarnir fyrir að mæta hressir með læti
- Hljómsveitin Ylja fyrir dásamlega ljúfa jólatóna
- Sonik tæknilausnir fyrir lán á öllum tækjabúnaði
- Bakarameistarinn fyrir ljúffengar snittur
Að auki þökkum við öllum þeim frábæru samstarfsaðilum og velunnurum sem aðstoðuðu okkur með vinninga í jólahappdrættið: Kids Coolshop, Eirberg, Keiluhöllin, Skopp, Penninn, Sumac, CU2, Bodyshop, 1912, Salka, Halldór jónsson, Sportís, Omnom, Dropi lýsi, Borgarleikhúsið, Bast, Flatey Pizza, Ginatricot, Englendingavík, Havarí, Olifa, Kol restaurant, Dominos, Oche, Vodafone, Mjólkursamsalan, My letra, Regalo, Beauty Star snyrtistofa og Lyf og heilsa.