
Nú þegar mars er genginn í garð með hækkandi sól ætlum við að njóta í Krafti með stelpunum í StelpuKrafti og Jönu, heilsumarkþjálfa og jógakennara og í lok mánaðar undirbúum við páskana í páskaeggjagerð hjá ÚTÚRKÚ. Þorsteinn Guðmundsson ætlar að heimsækja AðstandendaKraft og bjóðum við fjölskyldunni í ARENA að spila tölvuleiki saman. Auk þess bjóðum við strákunum á heljarinnar Kröftuga strákastund í tilefni af Mottumars.
STELPUKRAFTUR:
Miðvikudaginn 12. mars, kl.19:00 – Í StelpuKrafti í mars ætlum við að hafa það kósý í Krafti. Við ætlum að hafa nice veitingar, spjalla saman og hafa huggulegt. Jana (Kristjana Steingrímsdóttir), heilsumarkþjálfi og jógakennari, ætlar að kíkja í heimsókn með girnilegt góðgæti og fræða okkur um hvernig hægt er að gera litlar breytingar í mataræði í átt að heilsusamlegri lífstíl.
Miðvikudaginn 26. mars, kl.19:00 – Við undirbúum páskana með páskaeggjagerð með snillingunum í ÚTÚRKÚ í Höfuðstöðinni – skráning inn í StelpuKraftshópnum á Facebook.
AÐSTANDENDAKRAFTUR: Fimmtudaginn 13. mars, kl.19:00, Þorsteinn Guðmundsson sálfræðingur og leikari – Hvernig hlúir maður að sjálfum sér á sama tíma og maður sinnir öðrum?
FJÖLSKYLDUFJÖR: Sunnudaginn 23. mars, kl.12:00 – Félagsmönnum Krafts og fjölskyldum þeirra býðst að spila í öflugustu PC leikjatölvum landsins eða í Playstation 5 leikjatölvum. Úrval leikja er ótrúlegt og ættu allir að finna leik við sitt hæfi. SKRÁNING HAFIN HÉR
KRÖFTUG STRÁKASTUND: Miðvikudaginn, 26. mars, kl.19:00 – Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist og deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum.