Um 700 manns, nemendur og kennarar Norðlingaskóla, perluðu armbönd fyrir Kraft á sérstökum forvarnadögum í skólanum. Nemendur bökuðu einnig kleinur og seldu myndir, sem teiknaðar voru af nemendum, til styrktar félaginu. Þá var uppboð í lokin þar sem m.a. var boðið upp málverk sem túlkaði starfsemi Krafts. Skólahljómsveitin lék fyrir gesti og gangandi. Ekki er enn búið að gera upp afraksturinn að fullu en allt bendir til þess að safnast hafi tæplega 700 þúsund krónur. Kærar þakkir Norðlingaskóli. Þið voruð öll frábær. Kærar þakkir Lísa María Kristjánsdóttir fyrir frábæra skipulagningu.