Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein þá er það síðasta sem maður vill hafa eru fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað sem maður er að takast á við.
Neyðarsjóður Krafts var stofnaður af illri nauðsyn fyrir 5 árum síðan til að hjálpa ungu fólki að standa straum af þeim mikla kostnaði sem hlaust vegna læknis- og lyfjameðferðar. Í dag hefur sem betur fer verið sett þak á greiðsluþátttöku sjúklinga þannig að beinn kostnaður hefur minnkað töluvert.
Aftur á móti kostar samt enn að fá krabbamein og eru til dæmis frjósemisverndandi meðferðir, tannlæknar og sálfræðiþjónusta ekki niðurgreidd og geta verið afar kostnaðarsamar. Einnig getur orðið mikill tekjumissir þegar veikindi koma upp. Neyðarsjóðurinn breytti úthlutunarreglum sínum síðasta vor til að taka meira til þessara þátta.
Á þessu ári hafa 14 félagsmenn Krafts fengið úthlutað úr Neyðarsjóðnum samtals tæplega 6 milljónum króna.
Það er von okkar hjá Krafti að þessi stuðningur hafi hjálpað okkar félagsmönnum.