Í gær miðvikudaginn 8.júlí komu, nokkrir félagsmenn okkar saman ásamt fjölskyldu og vinum, saman í Fræðslurjóðrinu við Elliðavatn. Stemmningin var frábær og héldu Ingvar og Kristinn uppi stemmningu með frábæru undirspili og söng.
Það er ótrúlega mikilvægt og dýrmætt fyrir okkar félagsmenn að fá tækifæri til að skapa svona eftirminnilegar minningar í góðra vina hópi.
Við hjá Krafti erum heppin þegar góðhjartaðir tónlistarmenn eru tilbúnir að gefa vinnuna sína til hjálpa okkur að skapa vettvang fyrir okkar félagsmenn til að koma saman.
Sérstakar þakkir fá Ingvar Valgeirsson og Kristinn Gallagher fyrir að koma og spila fyrir okkur en einnig viljum við þakka Skógræktarfélagi Reykjavíkur fyrir að veita okkur aðgang að þessu frábæra svæði sem Fræðslurjóðrið er.
Næsti viðburður undir yfirskriftinni „Krabbamein fer ekki í frí“ verður miðvikudaginn 22.júlí en þá ætlum við að njóta samveru í Frisbígolfi á Klambratúni.