Kraftur og Apótekarinn hafa endurnýjað samning sín á milli. Helstu breytingar sem gerðar voru á þeim samningi var að núna gilda lyfjakortin í sex mánuði en ekki tvo eins og áður. Einnig voru nokkrir flokkar lyfja gerðir undanskildir samningnum.
- Fjórir flokkar lyfja eru undanskilin þessum samningi;
- ATC flokkur N06BA ( adrenvirk lyf sem verka á miðtaugakerfið ): https://www.serlyfjaskra.is/leit?query=N06BA
- ATC flokkur G02BB01 ( Getnaðarvarnarlyf til notkunar í leggöng ): https://www.serlyfjaskra.is/leit?query=G02BB01
- ATC flokkur G02BA03 ( Getnaðarvarnarlykkjur ): https://www.serlyfjaskra.is/leit?query=G02BA03
- ATC flokkur G03AA ( P-Pillan ): https://www.serlyfjaskra.is/leit?query=G03AA
Við hvetjum krabbameinsgreinda félagsmenn okkar eindregið til að nýta sér lyfjakortið og þökkum Apótekaranum í leiðinni fyrir þetta dýrmæta samstarf.