Það gleður okkur að segja ykkur frá því að Kraftur hefur ráðið inn starfsmann í 30% starf til að sjá um starfsemi NorðanKrafts sem er stuðningshópur fyrir ungt fólk sem geinst hefur með krabbamein og aðstandendur staðsettur á Akureyri.
Sá snillingur heitir Sara Ómarsdóttir sem einnig er félagsmaður í Krafti og býr að þeirri reynslu að hafa sjálf greinst með krabbaemein 33 ára og þekkir því hvernig er að vera í þeim sporum. Sara er einnig menntuð sem viðskiptafræðingur og með diplóma í kennslufræðum. Þá hefur hún starfað sem leiðbeinandi í Björgunarskólanum og hefur lengi verið starfandi í björgunarsveit.
Sara mun vera með fastan viðverutíma á mánudögum kl. 10-16 á skrifstofu Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Einnig mun NorðanKraftur bjóða upp á ýmiskonar viðburði og vettvang fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur til að koma saman, njóta og fræðast. NorðanKraftur er samstarfsverkefni Krafts og KAON.
Hægt er að fylgjast með dagskránni á heimasíðu Krafts eða inn á heimasíðu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis www.kaon.is.
Einnig er öll dagskrá birt inn á Facebookhóp NorðanKrafts.
Við bjóðum Söru hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að geta veitt félagsmönnum okkar enn betri þjónustu á landsbyggðinni.
LÍFIÐ ER NÚNA!