Hin 11 ára Anna Kristín Kjartansdóttir kom nýverið í Kraft með sparibaukinn sinn og tæmdi hann til styrktar Krafti. Hún var búin að safna í nokkra mánuði fyrir armböndum sem hún ætlar að gefa vinum og fjölskyldu í jólagjöf. Spariféið hefur hún áunnið með því að mála og selja málverkin sín vina og vandamanna og halda tombólur svo eitthvað sé nefnt.
Anna safnaði hátt í 14.000 krónum og náði hún að kaupa sjö armbönd og þar með styrkja Kraft og starf þess í þágu ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þegar Anna var spurð af hverju hún vildi styrkja félagið sagði Anna: „stjúppabbi minn er að berjast við krabbamein og langaði mig að hjálpa fólki í svipuðum sporum og við erum í. Mér finnst armböndin ótrúlega falleg gjöf og langaði að gefa þau í jólagjöf.“
Við hjá Krafti vorum snortin af þessu einstaka framtaki hjá Önnu sem sínir svo sannarlega að sælla er að gefa en að þyggja. Nú mega jólin svo sannarlega koma!