Við hjá Krafti reynum eftir fremsta megni að hlusta eftir hvar séu tækifæri fyrir okkur til að létta félagsmönnum okkar lífið. Nýverið áttum við gott samtal við starfsfólk á Blóð og krabbameinsdeild 11EG og heyrðum við að þörf væri á einhverri skemmtilegri afþreyingu fyrir ungt fólk sem þar liggur inni. Í kjölfarið heyrðum við einnig í starfsfólki á Líknardeildinni og var staðan sú sama þar.
Við ákváðum að heyra í yndislegum vinum okkar hjá Ormsson til að kanna hvort þau gætu mögulega aðstoðað okkur eitthvað. Það var ekki að spyrja að því, þau hjá Ormsson voru svo sannarlega til í að taka þátt og gáfu okkur fjórar Nintendo Switch leikjatölvu.
Það er ómetanlegt að eiga svona vini að sem hjálpa okkur að hjálpa öðrum og erum við þeim gríðarlega þakklát. Við afhentum tvær tölvur á dögunum til þeirra á 11EG og heyrðum við að þær eigi eftir að koma að góðum notum.
Á myndinni má sjá Guðmund Snorra Sigurðarson, vörustjóra Ormsson afhenda Þórunni Hildu Jónasdóttur, viðburða- og þjónustustjóra Krafts tölvurnar.