Skip to main content

Örráðstefnan Fokk ég er með krabbamein!

By 14. mars 2019mars 25th, 2024Fréttir

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verðum við nú með örráðstefnu þann 20. mars sem ber nafnið – Fokk ég er með krabbamein!

Örráðstefnan hefst klukkan 17:15 í Stúdentakjallaranum þann 20. mars en við munum fá ýmsa í lið með okkur.

MEÐAL EFNIS VERÐUR:

Af hverju Kraftur?

  • Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel Reynisson, frumkvöðlar Krafts, munu fara yfir stöðuna eins og hún var fyrir 20 árum síðan og hvað hefur áunnist og í raun af hverju við þurfum á félagi eins og Krafti á að halda.

Er betra að greinast með krabbamein í Danmörku?

  • Signe Thydal, verkefnastjóri Ungkræft, systurfélags Krafts í Danmörku segir okkur frá því hvernig staðan sé í Danmörku og hvernig þau beita sér í baráttunni gegn krabbameini.

Hvað hefur áunnist og hvað má betur fara?

  • Hulda Hjámarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts ræðir um hvað hefur áunnist í hagsmunamálum sem og öðrum málum sem og hvað stendur út af og hvað megi betur fara. Er eitthvað sem við getum lært af frændum okkar á Norðurlöndunum?

Hvað  hefur Kraftur gert fyrir mig!

  • Nokkrir Krafsfélagar miðla reynslu sinni.

Fjölmiðlamaðurinn, Atli Már Steinarsson,  verður fundarstjóri og mun Ragnheiður Gröndal einnig flytja nokkur lög.

Örráðstefnan er að sjálfsögðu ókeypis og opin öllu.  Unnt verður að kaupa sér veitingar á góðu verði á svæðinu.

Við hlökkum til að sjá þig

Ekki örvænta ef þú kemst ekki í Stúdentakjallarann þar sem viðburðurinn verður streymt beint á Facebook síðu Krafts.