Reykjavíkurmaraþonið var haldið laugardaginn 24. ágúst með miklu stuði og stemningu. Þúsundir manna hlupu til styrktar góðgerðarfélögum og sér til skemmtunar en 164 kraftmiklir hlauparar hlupu til styrktar Krafti. Við hjá Krafti vorum að sjálfsögðu á hlaupaleiðinni með hvatningarstöð okkar þar sem við hvöttum hlaupara til dáða og vonum við að þakklæti okkar og gleði hafi gefið hlaupurnum okkar örlítinn auka kraft á leiðinni.
Alls söfnuðust 9,6 milljónir króna og erum við hlaupurum okkar gríðarlega þakklát og sendum þeim öllum okkar bestu þakkir. Kraftur er alfarið rekið fyrir velvild almennings og fyrirtækja í landinu og skiptir fjáröflun sem þessi gríðarlega miklu máli. Það er út af fólki sem ykkur sem við getum verið til staðar fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Við þökkum einnig öllum þeim sem hétu á okkar kraftmiklu hlaupara og hvöttu þá til dáða.
Við þökkum þeim góðu fyrirtækjum sem gerðu okkur kleift að gefa okkar kraftmiklu hlaupurum veglegan gjafapoka á skráningarhátíðinni Fit & Run í Laugardalshöll en það eru Bætiefnabúllan, Halldór Jónsson, Happy Hydrate, Innnes, Nathan & Olsen og Unbroken. Auk þess þökkum við þeim góðu aðilum sem gerðu okkur kleift að birta þakkarorð um víðan völl eftir hlaupið. Að lokum sendum við bestu þakkir til Ragnheiðar Arngrímsdóttur, ljósmyndara sem myndaði fyrir okkur stemninguna á hlaupadag.