Skátafélagið Vífill í Garðabæ tók sig til á dögunum og gengu í hús ásamt því að vera með sölubása í Garðabæ og á Álftanesi og seldu fólki kanilsnúða í sunnudagskaffið, til styrktar Krafti. Það var virkilega vel tekið í þetta framtak þeirra og seldi hópurinn snúða og annan varning fyrir rúmlega 550þúsund kr. sem rann allt til Krafts. Vakti þetta framtak þeirra mikla athygli og ekki ómerkari menn en forsetinn sjálfur kíkti við og keypti sér snúða í sunnudagskaffið.
Aðalheiður og Þórunn, starfsmenn Krafts tóku svo á móti hópnum sem kíkti í heimsókn í Kraft og afhenti afraksturinn, frábær hópur í alla staði og vel heppnað framtak.
Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir framlag þeirra.