Hraunvallaskóli hefur undanfarin ár perlað af þvílíkum krafti á árlegum Hraunvallaleikum skólans. Það er hún Ragnheiður Berg umsjónarkennari í Hraunvallaskóla sem hefur haldið utan um perlustöðina á leikunum. Nemendum er skipt í hópa og fara á milli stöðva með allra handa verkefnum og þar á meðal er perlustöð fyrir Kraft. Í ár var þvílíkur kraftur í krökkunum því þau náðu að perla hvorki meira né minna en 1033 armbönd en það er rúmlega 200 fleiri en voru perluð árið áður og sannkallað Hraunvallaleikamet.
Enginn smá árangur hjá krökkunum og þakkar stjórn og starfsmenn Krafts þessum öfluga hópi fyrir framlagið til félagsins.