Skip to main content

Spennandi október

By 10. október 2024Fréttir

Margt er á döfinn hjá Krafti og eru spennandi hlutir framundan í október. Við ætlum meðal annars að stíga út fyrir þægindarammann og fara í ZIP-line og eiga skemmtilega fjölskyldustund saman í SKOPP. Ekki má gleyma að framundan er Lífið er núna helgin sem verður að þessu sinni haldin á Sveitasetrinu Brú í Grímsnesi.

Hópastarfið

Stuðningshópastarfið er komið á fullt og mun StelpurKraftur hittast 23. október þegar stúlkurnar skella sér í RósaDekurgufu, StrákaKraftur hittist 24. október þegar Þorsteinn Guðmundsson, sálfræðingur og leikari ræðir um hvernig má halda sér virkum. AðstandendaKraftur er einnig á sínum stað hjá okkur í Skógarhlíðinni og mun hópurinn hittast 17. október þegar Guðlaug Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Krafts og Richard Ottó O´Brien munu fjalla um þær breytingar sem verða í samböndum þegar maki greinist með krabbamein.

Flotnámskeið hjá Flothettunni

Kraftur býður félagsmönnum upp á flotnámskeiðið, Slökun, vatn og vellíðan sem hefst 15. október (4 skipti) hjá Flotthetta.is. Um er að ræða námskeið þar sem félagsmönnum er boðið inn í draumkennt ástand þyngdarleysis og djúpstæðrar tengingar við umvefjandi faðm vatnsins. Slakandi og nærandi námskeið undir handleiðslu Flothettu.

Lífið er núna helgin

Lífið er núna helgin verður 8-10. nóvember og höfum við nú opnað fyrir skráningu. Lífið er núna helgin er endurnærandi og uppbyggjandi helgi fyrir félagsmenn Krafts þar sem félagsmenn fá tækifæri til að staldra við í nærandi umhverfi, kynnast öðrum í svipuðum sporum og huga að því sem hlúir að og styður við lífsgæði. Helgin verður uppfull af fræðslu, náttúru, upplifun, skemmtun og slökun og verður að þessu sinni á Sveitasetrinu Brú í Grímsnesi

Við hlökkum til að skapa með ykkur góðar stundir í október og hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrána í heild á vefnum okkar og á Facebook-hópunum.