Frá 16. maí til 6. júní stóð Kraftur fyrir vitundar- og fjáröflunarátakinu – Hver perla hefur sína sögu. Átakið vakti mikla athygli og vorum við sýnileg víðsvegar í þjóðfélaginu. Fólk fékk innsýn inn í heim félagsmanna okkar, þeim áskorunum sem þau standa oft frammi fyrir sem og hvaða þýðingu Lífið er núna armbandið hefur fyrir þau.
Við þökkum öllum þeim sem sýndu Kraft í verki á einn eða annan hátt, með því að bera og kaupa armbandið, perla með okkur, með vinnuframlagi, fjárhagslegum styrkjum og fleiru. Þá þökkum við einnig fjölmiðlum og birtingaraðilum sérstaklega fyrir að aðstoða okkur með birtingar á auglýsingum, fréttum og viðtölum.
Kraftur perlaði víðsvegar um landið svo sem í Hörpu, Brekkuskóla Akureyri og Borgarnesi. Jafnframt voru fullt af velviljuðum fyrirtækjum og skólum sem perluðu með okkur af krafti. Með þeirra hjálp perluðum við um 7000 armbönd og söfnuðust yfir 14 milljónir króna sem munu nýtast í þágu ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Stuðningur ykkar sem hjálpuðuð okkar með vinnuframlagi og/eða fjárhagslegum stuðningi gerir okkur kleift að efla félagið okkar frekar og styðja enn betur við bakið á félagsmönnum.
https://www.youtube.com/watch?v=1miY434uga4
Takk öll fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum!
Sérstakar þakkir fá:
- Aron Bergmann Magnússon
- Atli Thor Photography
- Áberandi
- Ávaxtakarfan
- Bakaríið við Brúna
- Brekkuskóli Akureyri
- Companys Kringlunni
- DHL
- Elín Gunnarsdóttir
- Epal
- Falcor
- Flott
- Guðbjartur Stefánsson
- Halla Dagný Úlfsdóttir
- Harpa
- Herra Hnetusmjör
- Hilmar Orri Jóhannsson
- Hopp Reykjavík
- Hvítahúsið
- Höldur – bílaleiga Akureyrar
- Icelandair – Cargo
- Joe and the Juice
- Katla Þórudóttir Njálsdóttir
- Kaffitár
- Krónan
- Landnámssetrið
- LogoFlex
- O. Johnsson & Kaaber
- Premis
- Róbert Jóhansson
- SaltPay
- Sara Dögg Johansen
- Sigrún Ásta Jörgensen
- SIM – Samband íslenskra myndlistamanna
- Smáralind
- Sóley Björg Ingibergsdóttir
- Sóley Kristjánsdóttir
- Strætó
- Tekk Company
- Una Torfadóttir
- Valdimar Högni Róbertsson
- Velmerkt
- Verslunin Karakter Smáralind
- Ölgerðin