Hópurinn sem kom að skipulagi tónleikanna ásamt vinum og fjölskyldu Njáls afhenda Krafti söfnunarupphæðina.
Þann 20. maí s.l. voru haldnir metnaðarfullur tónleikar til heiðurs Njáls Þórðarsonar (Njalla), hljómborðsleikara, en í dag, 23. júní, eru fimm ár síðan hann lést úr krabbameini. Á tónleikunum komu saman hljómsveitirnar Vinir vors og blóma, Land og synir, Sóldögg ásamt Kötlu Njálsdóttur og Telmu Ágústsdóttur. Allur ágóði tónleikanna, rúmlega 9 milljónir, rann til Krafts í nafni Njalla.
Tónleikarnir voru teknir upp og eru frumsýndir í Sjónvarpi Símans kl 20:10 föstudaginn 23. júní í opinni dagskrá.
Hópurinn sem stóð að tónleikunum og kallar sig Vinir Njalla gáfu út lag sem ber heitið Lífið er núna. Texti lagsins ber fallegan boðskap Njalla um að lifa lífinu sem sannarlega er núna og skarta meðal annars spakmælum hans um að lífið sé partý og hvatningu um að hafa gaman og vera góð hvort við annað, maður veit jú aldrei hvenær manni verður hent út úr partýinu.
Hér má nálgast lagið á spotify : https://open.spotify.com/track/4YSaeFCmT4GmoJqRLvmrwi?si=778b7ea3dfef4803
Myndir frá tónleikunum má einnig finna hér: https://www.flickr.com/photos/ingiharaldss/sets/72177720308492012/
Við þökkum kærlega fyrir þennan ómetanlega stuðning. Það var augljóst á þessum fallegu tónleikum að kærleikur og miklar tilfinningar lágu í loftinu.