Kraftur hefur lagt sig fram við það að fræða komani fagstéttir um starfsemi félagsins sem og að kynna þau fyrir þeim starfsvettvangi sem þau gætu verið að vinna við í komandi framtíð og þá litið til þess að vinna með krabbameinsgreindum og aðstandendum .
Félagsráðgjafanemar lögðu leið sína til Krafts í kvöld og fengu fræðslu frá Magneu Guðrúnu Guðmundsdóttir félgagsráðgjafa blóðakrabbameinsdeildar Landspítalans þar sem þau fengu innsýn inn í hennar störf sem félagsráðgjafa. Þá hélt Kraftur fræðslu um starfsemi félagsins og hvernig félagið er að styðja við bakið á ungu krabbameinsgreindu fólki og aðstandendum þess.
Það var ótrúlega gaman að taka á móti þessum hópi, komandi fagstéttum, og kynna þau fyrir þeim möguleikum sem þau gætu verið að fást við í framtíðinni. Takk fyrir komuna!