Aðalfundur Krafts var haldinn á miðvikudaginn var. Aðalfundargerð verður sett inn á síðuna innan fárra daga. Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Hlín Rafnsdóttir, sem verið hefur formaður undanfarin ár, ákvað að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður en tekur sæti í varastjórn félagsins. Nýr formaður félagsins er Svanhildur Anna Magnúsdóttir.
Árni Gunnlaugsson, sem verið hefur gjaldkeri Krafts í 6 ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag og ráðdeild í rekstri félagsins undanfarin ár. Gísli Níls Einarsson, varaformaður, gaf ekki kost á sér áfram heldur, og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið. Friðfinnur Hermannsson og Hildur Hlíf Hilmarsdóttir létu sömuleiðis af störfum í stjórn félagsins. Sigríður Margrét Einarsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir munu hins vegar starfa áfram í stjórn Krafts ásamt nýja fólkinu sem kosið var á aðalfundinum. Það eru þau Salvör Sæmundsdóttir, Guðný Ósk Þórsdóttir, Julie Coadou og Kári Örn Hinriksson. Til þess að taka þetta saman er stjórn Krafts árið 2013 þannig skipuð:
Svanhildur Anna Magnúsdóttir, formaður, Hulda Hjálmarsdóttir, Sigríður Margrét Einarsdóttir, Salvör Sæmundsdóttir, Guðný Ósk Þórsdóttir, Julie Coadou, Kári Örn Hinriksson og Hlín Rafnsdóttir.
Samkvæmt lögum Krafts skipa stjórnina 7 manns, 5 manns stjórn og tveggja manna varastjórn. Aðalfundur samþykkti hins vegar tillögu Kára Arnar sem var svohljóðandi:
Aðalfundur Krafts, haldinn 17.apríl 2013, samþykkir tillögu Kára Arnar Hinrikssonar um að allir þeir sem bjóða sig fram til stjórnar fái sæti í stjórn Krafts árið 2013, þrátt fyrir að lög félagsins tilgreini annan fjölda.
Nánar um aðalfundinn eftir helgina og eins um þá viðburði sem verða á næstunni.
Góða helgi