Sálfræðingur Krafts tekur á móti beiðnum um jafningjastuðning og velur vandlega stuðningsfulltrúa sem hæfir aðstæðum þess sem sækir um stuðning. Þar er tekið tillit til aldurs, tegundar krabbameins og fjölskulduaðstæðna hverju sinni. Fyllsta trúnaðar er gætt og þessi þjónusta er án endurgjalds. Hægt er að sækja um jafningjastuðning hér:https://kraftur.org/forsida/felagid/studningsbeidni/ eða hringja í síma 866-9618 á símatíma sálfræðings.