Nú á dögunum hélt æfingastöðin Box800 á Selfossi styrktaræfingu fyrir Selfyssinginn Anítu Rögnvaldsdóttur sem greindist fyrir stuttu með brjóstakrabbamein. Í tilefni af viðburðinum var hannaður bolur í samstarfi við listakonuna, Rakel Rögnvaldsdóttur og rann allur ágóði af sölu bolanna til Krafts.
Alda Kristinsdóttir hjá Box800 segir að þau hjá stöðinni séu afar glöð með að geta látið gott af sér leiða og eru þau þakklát öllum þeim sem styrktu verkefnið, en yfir 100 bolir seldust og styrkti þetta frábæra framtak starfsemi Krafts um 190.000 kr.
„Okkur þykir ótrúlega vænt um einkaframtak sem þetta þar sem félagið er alfarið rekið á velvilja fólks og fyrirtækja í landinu“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins.