1. GR.

Óskabrunnur Krafts er eign Krafts stuðningfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.

2. GR.

Sjóðsfé er framlag úr sjóði Krafts sem stjórn félagsins ákvarðar hvert starfsár.

3. GR.

Tilgangur sjóðsins er að létta ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein, lífið á meðan dvalið er á sjúkrastofnun eða í umsjón heimaaðhlynningar vegna sjúkdómsins eða afleiðinga hans með því að bæta líðan, skapa jákvæða upplifun og góðar minningar. Ekki er hægt að óska eftir beinni peningagjöf.

4. GR.

Óskir eru veittar samkvæmt umsókn í samræmi við reglur þessar. Hafa skal hliðsjón af fjárhagsstöðu Óskabrunnsins hverju sinni. Kraftur mun leggja sig fram við að verða við þeim óskum sem félaginu berast og áskilur sér rétt að aðlaga óskir hvers og eins að því sem félagið hefur ráð og tök á að uppfylla. Ef svo á við verða óskir aðlagaðar í samráði við umsækjanda eftir því sem hægt er.

5. GR.

Félagsmenn í Krafti á aldrinum 18 – 45 ára, sem greinst hafa með krabbamein, hafa rétt til þess að senda inn óskir. Einnig geta aðstandendur sent inn óskir fyrir hönd félagsmanna sem uppfylla skilyrði til að senda inn ósk. Starfsfólk á þeirri stofnun sem viðkomandi er inniliggjandi sem og heimahlynning geta sent inn óskir með upplýstu samþykki viðkomandi. Skilyrði þess að óskin sé veitt er að viðkomandi sé fullgildur félagi í Krafti og sé inniliggjandi á sjúkrastofnun eða njóti heimahlynningar. Hver félagsmaður getur að hámarki fengið eina ósk uppfyllta á hverjum ársfjórðungi.

6. GR.

Viðburða- og þjónustustjóri Krafts heldur utan um þær óskir sem berast og vinnur úr umsóknum samkvæmt reglum þessum. Unnið er úr umsóknum um leið og þær berast en afgreiðslutími getur verið háður eðli og umfangi hverrar óskar.

7. GR.

Öll gögn sem Óskabrunni Krafts berast er meðhöndluð sem trúnaðargögn og farið með þau eftir persónuverndarstefnu félagsins.

Samþykkt af stjórn Krafts 11.nóvember 2024