Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Arnar Sveinn Geirsson

Missti móður mína úr krabbameini þegar ég var 11 ára

„Reynslusögur annarra var það sem virkilega hjálpaði mér í gegnum þetta.”

„Ég missti mömmu mína úr krabbameini árið 2003 þá 11 ára gamall. Hún veiktist fyrst árið 1993 en greindist svo aftur með meinvörp árið 1998. Hún lifði í raun lengi eftir það miðað við hvað læknarnir sögðu lífslíkur hennar vera.

Að heyra reynslusögur frá fólki sem var að ganga í gegn um svipaða hluti, upplifa svipaðar tilfinningar og fleira hefur hjálpað mér mest. Áður gerði ég allt sem ég gat til þess að forðast Kraft, vegna ótta við veikindin og dauðann. En nú veit ég betur

Fráfall mömmu hefur mótað mig fyrir lífstíð. Það tók mig langan tíma að vinna úr þessu áfalli. Ég reyndi að sópa því undir teppið en gat það ekki lengur. Þetta hefur gefið mér margt og mér finnst gott að geta þótt vænt um þessa hluti sem maður óskar þó að maður hefði aldrei þurft að ganga í gegnum. Út af þessari reynslu hefur ýmislegt jákvætt gerst. Hún hefur styrkt mig mikið persónulega og hjálpað mér að takast á við lífið. Ég á auðveldara með að aðlagast nýjum aðstæðum og hef mun meiri þrautseigju en áður. Í dag er reynslan mestmegnis jákvæð þó það hafi tekið tíma að komast þangað.

Stuðningsnetið og jafningjastuðningurinn skiptir svo miklu máli því þetta er eitthvað sem þú færð hvergi annarsstaðar. Með því að bjóða upp á Stuðningsnet þá er þetta orðið svo aðgengilegt. Sá sem þarf stuðning þarf ekki að fara að leita af einhverjum sjálfur. Hann/hún getur haft samband og fengið símtal frá einhverjum með svipaða reynslu á bakinu. Jafningjastuðningur og reynsla annarra var það eina sem lét mér finnast ég ekki vera einn.

Það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem er, eins og ég var, logandi hrætt við veikindin og það er mikilvægt að fólk viti af því að það sé til Stuðningsnet sem það getur leitað til og fengið samband við einhvern sem veit hvað það er að ganga í gegnum.”

Arnar Sveinn er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu 

„Jafningjastuðningurinn veitti mér von.”

Greindist 40 ára með brjóstakrabbamein

„Það er svo dýrmætt að geta leitað stuðnings hjá einhverjum sem skilur mann.”

Missti manninn minn úr krabbameini eftir 11 ára baráttu þegar ég var 33 ára. Við eigum 3 börn.

41 ára

„Ég er miklu sterkari aðili í dag vegna Stuðningsnetsins.”

Var 40 ára þegar eiginkona mín greindist með brjóstakrabbamein. Við eigum fjögur börn

„Það hreinlega léttir alla tilveruna að vera í Stuðningsnetinu.“

Greindist 70 ára með krabbamein í þvagblöðru

„Það er mjög mikilvægt fyrir alla sem að greinast að finna að þeir eru ekki einir.“

Greindist 61 árs með blöðruhálskirtilskrabbamein

44 ára

„Ég veit hversu erfitt það er að vera útlendingur hér á landi og greinast með krabbamein.“

Greindist 36 ára með brjóstakrabbamein

„Stuðningsnetið gerir kraftaverk fyrir fjölskyldur og einstaklinga.“

Greindist 35 ára með brjóstakrabbamein og aftur 37 ára. Er einnig aðstandandi.

„Reynslusögur annarra var það sem virkilega hjálpaði mér í gegnum þetta.”

Missti móður mína úr krabbameini þegar ég var 11 ára

Previous
Next

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni