Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Sýndu Kraft
í verki á
lifidernuna.is

Sýndu Kraft
í verki á
lifidernuna.is

Nýjustu Fréttir

Perlum af Krafti á vinnustöðum og víðar

Kraftur býður fyrirtækjum upp á að halda Lífið er núna perluviðburði á sínum vinnustað þar sem starfsmenn koma saman og ...

Nýtt Lífið er núna armband komið í sölu

Nýtt Lífið er núna armband hefur litið dagsins ljós og er sala á því hafin hjá Krafti og Krónunni. Armbandið ...

Perlað af Krafti með sól í hjarta

Í gær stóð Kraftur fyrir risastórum perluviðburði í Hörpu þar sem yfir þúsund sjálfboðaliðar komu saman og lögðu hönd á ...

Hver perla hefur sína sögu

Í dag hófst fjáröflunar- og árvekniátak Krafts.  Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til ...

Okkar þjónusta

FítonsKraftur – Hreyfing og útivist

FítonsKraftur er endurhæfing í formi hreyfingar og útivistar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 40 ára sem greinst hefur með krabbamein.

Nánar

Neyðarsjóður

Sjóðnum er ætlað að styrkja ungt fólk sem hefur lent í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna. Hægt er að sækja um styrk úr neyðarsjóðnum til að standa straum af beinum læknis- og lyfjakostnaði.

Nánar

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingur Krafts, Þorri Snæbjörnsson, er með fastan viðverutíma í húsakynnum Krafts að Skógarhlíð 8 á mánudögum frá 8:30 til 16:30 og þriðjudögum frá kl. 8:30 til 16:30. Hægt er að fá stuðning og ráðgjöf ásamt því að óska eftir jafningjasutuðningi á símatíma sálfræðings.

Nánar

Ég hefði viljað eignast börn

Halla Dagný Úlfsdóttir var einungis 24 ára gömul þegar hún greindist með fjórða stigs leghálskrabbamein en hún hefur greinst tvisvar eftir það. Alvarleiki veikindana gerði það að verkum að hún fór í legnám 27 ára gömul. Í þættinum sest hún niður með Sigríði Þóru og ræðir á sinn einlæga hátt um lífið og tilveruna með krabbameininu, erfiðleikana sem fylgja því að vera ung og einhleyp með krabbamein og þær tilfinningar sem koma upp við það að geta ekki eignast börn. Halla er alveg mögnuð og hefur tileinkað sér hugarfar sem einkennist af miklu æðruleysi, hlustar á hjartað og eltir draumana sína, á milli þess sem hún kennir og stundar jóga og ferðast um heiminn.

Þátturinn er kominn inn á Spotify og allar hlaðvarpsveitur og er unninn í samstarfi við Vísi – Mynd Atli Thor

3.5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn

Kötlu Njálsdóttur Þórudóttur er margt til listarinnar lagt. Hún er upprennandi leik- og söngkona, tók þátt nýverið þátt í Söngvakeppninni og leikur í Vitjunum,  nýjum þáttum sem hefja göngu sína á RÚV í apríl. Katla býr einnig yfir ótrúlegri lífsreynslu, þrátt fyrir ungan aldur en hún er bar 19 ára gömul. Hún var einungis 16 ára gömul þegar hún missti pabba, Njál Þórðarson sinn úr krabbameini. Í þættinu talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir.

Þátturinn er kominn inn á Spotify og allar hlaðvarpsveitur og er unninn í samstarfi við Vísi – Mynd Vísir

Lífið er núna - heimildarmyndin

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS