Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Sýndu Kraft
í verki á
lifidernuna.is

Sýndu Kraft
í verki á
lifidernuna.is

Nýjustu Fréttir

Að greinast með krabbamein er erfitt og hvað þá að verða svo ófrjór

Lífskraftur stendur fyrir vitundarvakningu og söfnun til stuðnings fjölskyldum og einstaklingum sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. ...

Sumargrill Krafts sló í gegn

Fimmtudaginn 23. júní hélt Kraftur árlega Sumargrillið sitt með stæl þar sem í kringum 200 manns komu saman og nutu ...

Takk fyrir að vera perla!

Frá 16. maí til 6. júní stóð Kraftur fyrir vitundar- og fjáröflunarátakinu – Hver perla hefur sína sögu. Átakið vakti ...

Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi

Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að ...

Okkar þjónusta

FítonsKraftur – Hreyfing og útivist

FítonsKraftur er endurhæfing í formi hreyfingar og útivistar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 40 ára sem greinst hefur með krabbamein.

Nánar

Neyðarsjóður

Sjóðnum er ætlað að styrkja ungt fólk sem hefur lent í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna. Hægt er að sækja um styrk úr neyðarsjóðnum til að standa straum af beinum læknis- og lyfjakostnaði.

Nánar

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingur Krafts, Þorri Snæbjörnsson, er með fastan viðverutíma í húsakynnum Krafts að Skógarhlíð 8 á mánudögum frá 8:30 til 16:30 og þriðjudögum frá kl. 8:30 til 16:30. Hægt er að fá stuðning og ráðgjöf ásamt því að óska eftir jafningjasutuðningi á símatíma sálfræðings.

Nánar

3.9. Er brjóstaheilsa á tímamótum?

Að þessu sinni koma þær Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir og yfirmaður brjóstamiðstöðvar Landspítalans og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir brjóstakrabbameinslæknir og setjast niður með Sigríði Þóru. Þær fræða okkur um brjóstakrabbamein, meðferðir og úrræði sem í boði eru í baráttunni við slík krabbamein, hvað er gott í þeim efnum hér á landi og hvað má betur fara. Þær hvetja allar konur að mæta strax í brjóstaskimun þegar bréfið berst en benda einnig á hversu mikilvægt það er fyrir allar konur að þekkja líkama sinn vel, þreifa brjóst sín reglulega og leita til læknis ef eitthvað virðist óeðlilegt.

Þátturinn er kominn inn á Spotify og er unninn í samstarfi við Vísi

3.8. Ég syrgi eiginmanninn og lífið sem hefði getað orðið

Árið 2017 blasti framtíðin við hjónunum Írisi og Kolbeini, þau voru nýbúin að gifta sig, kaupa ættaróðal út á landi og áttu von á sínu fyrsta barni þegar Kolbeinn veikist skyndilega með lungnakrabbamein. Á tveim árum tók lífið stakkaskiptum en hann lést eftir erfiða baráttu sumarið 2019. Íris fer yfir sögu þeirra hjóna, þeim ákvörðunum sem þau stóðu frammi fyrir varðandi kynfrumur Kolbeins og upplýsingagjöfinni sem þeim var ekki veitt varðandi eyðingu kynfrumnanna eftir lát hans. Í lok þáttarins kemur svo Magnús Norðdahl lögfræðingur og segir okkur frá lögunum um tæknifrjóvgun sem meðal annars fjalla um varðveislu og eyðingu kynfrumna.

Þátturinn er kominn inn á Spotify og allar hlaðvarpsveitur og er unninn í samstarfi við Vísi – Mynd Vísir/Vilhelm

Lífið er núna - heimildarmyndin

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS