Að klífa brattann er gönguhópur fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og eru að koma sér út í lífið eftir veikindin sem og aðstandendur.
Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sirrý Ágústsdóttir leiða gönguhópinn en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum. Þær nota reynslu sína til að gefa öðrum félögum tækifæri á að gera slíkt hið sama. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Göngurnar eru auglýstar á vefsíðu Krafts www.kraftur.org undir viðburðir. Einnig geturðu fylgst með hópnum á Facebook.