‘Grande’ armband með leðuról
23.800 kr. – 24.800 kr.
Vandað og veglegt armband með leðuról, hannað fyrir Kraft af Vera Design. Boðskapurinn LÍFIÐ ER NÚNA á öllum stundum lífsins. Armbandið er því tilvalið fyrir hvers kyns tilefni og hentar fyrir öll kyn og allan aldur. Tímalaus hönnun sem minnir fólk á að fagna augnablikinu og njóta lífsins
Armbandið kemur í tveimur lengdum 18 – 22 cm og 20 – 24 cm. Armbandið er úr mjúku kálfaskinni sem er svart öðru megin og með mildum appelsínugulum lit hinum megin, einkennislit Krafts. Hægt er að fá menið og festingarnar í sterling silfri eða silfri með 18kt. gyllingu. Hægt er að nota armbandið á marga vegu. Allar vörur eru framleiddar úr 925 sterling silfri.
Varan fæst einnig í vefverslun Veru Design og á flestum af útsölustöðum þeirra.
ATH þessi vara er ekki send með venjulegum bréfpósti. Ef sá sendingarmáti er valinn við kaup sendist varan á næsta pósthús á kostnað kaupanda.