Önnur ganga gönguhópsins Að klífa brattann verður miðvikudaginn, 8.maí
Við ætlum að skella okkur á Helgafell. Gangan er nokkuð þægileg á þann veg að slóðinn er mjög greinilegur allan tímann. Í fyrstu nokkuð sléttur og góður en er á fjallið kemur eykst brattinn eðlilega. Við endum svo í um 340 metra hæð og höldum svo sömu leið til baka. Við leggjum bílunum á stæði rétt ofan við Kaldársel þar sem við hittumst áður en við höldum í hann.
Frábær ganga fyrir fyrir alla til að geta tekið þátt 🙂
Að klífa brattann er gönguhópur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og G.sigríður Ágústsdóttir leiða en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin.
Láttu okkur vita hvort þú ætlir að mæta og meldaðu þig hér.
Ragnheiður (sími: 663-9360) og Sirrý (sími: 660-4407)
Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn.