Laugardaginn 16. janúar, ætlum við í skemmtilega nýárs göngu í kringum Rauðavatn. Falleg og skemmtileg leið sem er á flestra færi. Gengið verður í kringum vatnið þar sem stígar eru á jafnsléttu og lítið um hækkun, en gott að hafa í huga að hluti gönguleiðarinnar er á malarstíg þar sem er nokkur hækkun, og þvi gott að vera í góðum skóm. Gangan tekur um klukkustund. Komum saman og njótum þess að vera úti að hreyfa okkur í fallegri vetrarnáttúru í útjaðri Reykjavíkur.
Við munum hittast á bílastæðinu hjá Olís við Suðurlandsveg þar sem er nóg af bílastæðum.
Við hjá Krafti viljum að allir fari eftir fyrirmælum Almannavarna og minnum ykkur því á að virða 2 metra regluna.
Að klífa brattann er gönguhópur fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir leiðir en hún hefur notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.
Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin. Endilega meldið ykkur á Facebook viðburðinum
Hægt er að ná í Ragnheiði í síma: 663-9360
Skógarhlíð 8
105 Reykjavík
Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
Bnr: 327-26-112233
VSK: 102941
Sjálfboðaliðar Krafts eru mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og geta hjálpað við ýmsa viðburði, perlun og annað eins.
© 2025 Kraftur.