Miðvikudaginn 21. ágúst ætlar gönguhópurinn Að klífa brattann að ganga Vatnahringinn í Heiðmörkinni.
Hittumst klukkan 17:30 á bílastæðinu við Helluvatn. Best er að fara inn í Heiðmörkina Rauðhólameginn og keyra beina leið þar til þú kemur að brú hjá Helluvatni, ferð yfir brúna og þar er bílastæði þér að vinstri hönd.
Vatnahringurinn er 7,5 km langur og tekur gangan um 2 klukkustundir. Gengið er eftir göngustígum í skóglendinu sem og meðferð vatninu. Frábær ganga fyrir fyrir alla til að geta tekið þátt 🙂 Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin.
Að klífa brattann er gönguhópur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdótttir og G. Sigríður Ágústsdóttir leiða en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.
Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Ragnheiður (sími: 663-9360) og Sirrý (sími: 660-4407)
Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn hér: https://www.facebook.com/groups/472685906595268/
Hér er mynd af Heiðmörk og gönguleiðinni til að átta sig betur