Hittumst klukkan 11:00 bílastæðinu við Helluvatn. Best er að fara inn í Heiðmörkina Rauðhólameginn og keyra beina leið þar til þú kemur að brú hjá Elliðarvatni, ferð yfir brúna og þar er bílastæði á vinstri hönd.
Vatnahringurinn er 7,5 km langur og tekur gangan um 1,5 til 2 klukkustundir. Gengið er eftir göngustígum í skóglendinu sem og meðferð vatninu. Frábær ganga fyrir fyrir alla til að geta tekið þátt 🙂 Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin.
Endilega meldið ykkur á viðburðinn hér.
Að klífa brattann er gönguhópur sem Kraftskonan Ragnheiður Guðmundsdótttir leiðir en hún hefur notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.
Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Ragnheiður (sími: 663-9360) og Hrefna (866-9698)
Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn hér: https://www.facebook.com/groups/472685906595268/
Hér er mynd af Heiðmörk og gönguleiðinni til að átta sig betur