Þriðjudaginn 9. febrúar klukkan 20:00 ætlum við að hittast í Skógarhlíð 8.
Kristín Þórisdóttir, félagsmaður í Krafti og aðstandandi, ætlar að deila með okkur reynslu sinni og hvernig hún tókst á við það verkefni að vera aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein.
Þar sem samkomutakmarkanir miðast við 20 manns þurfum við að hafa skráningu og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Skráning fer fram hér.
Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.
Umsjónarmaður AðstandendaKrafts er Hrefna Björk Sigvaldadóttir sem er starfsmaður Krafts og reynsluríkur aðstandandi. Hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn á facebook hér.