Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

AðstandendaKraftur – Hvað get ég gert?

20. janúar 2020 @ 17:30 - 19:00

AðstandendaKraftur

Þegar fjölskyldumeðlimur eða ástvinur greinist með krabbamein standa aðstandendur oft frammi fyrir spurninginni – Hvað get ég gert? Þetta er í raun tvíþætt spurning þ.e. annars vegar hvernig fólk getur verið til staðar fyrir ástvin sinn og hins vegar hvaða bjargráð séu til staðar fyrir aðstandendur til að hlúa að sjálfum sér.

Mánudaginn 20. janúar klukkan 17:30 ætlum við að ræða hvað aðstandendur geta gert þegar fjölskyldumeðlimur eða vinur greinist með krabbamein og hvaða áhrif þetta hefur á alla.

Nilsina L. Einarsdóttir félagsmaður Krafts ætlar að kynna okkur fyrir stuðningshópnum sem hennar vinir og fjölskylda mynduðu í hennar veikindum. Gísli Álfgeirsson, sem er einnig félagsmaður Krafts, ætlar að fara yfir hve mikilvægt það er að aðstandendur geri eitthvað fyrir sjálfan sig. Umræður verða í lok kynningar.

 

Nánar um AðstandendaKraft

AðstandendaKraftur er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast, fræðast og deila sinni reynslu. Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem  ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.

Komdu á opið kvöld hjá AðstandendaKrafti. Við verðum í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá þig.

Upplýsingar

Dagsetning:
20. janúar 2020
Tímasetning:
17:30 - 19:00

Staðsetning

Kraftur – Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Skógarhlíð 8
Reykjavík, Reykjavík 105 Iceland
Sími
8669600
View Staðsetning Website

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website