Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.
Komdu á opið kvöld hjá AðstandendaKrafti. Við verðum í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Miðvikudaginn 11. mars klukkan 17:30 ætlum við að hlæja og hafa gaman með því að skella í eitt stykki perluhitting fyrir aðstandendur.
“Lífið er núna” armböndin eru okkar aðal fjáröflunarvara og stuðlar að því að Kraftur getur boðið upp á þá viðburði og þjónustu sem boðið er upp á í hverjum mánuði.
Komdu og leggðu þitt af mörkum um leið og þú hittir aðra aðstandendur sem eru í sömu sporum og þú.Við þekkjum það öll sem lendum í þessum sporum hversu ómetanlegt það getur verið að tala við aðra sem hafa verið í svipuðum sporum.
Endilega meldaðu þig hér
Hlökkum til að sjá þig.