Nú er haustið komið og veturinn framundan og því kjörið tækifæri að huga að sjálfum sér og gefa sér tíma til að öðlast meiri trú á sjálfan sig og hvað þú ert fær um að gera – finna þinn eldmóð.
Þetta er kjörið tækifæri ef þig langar að öðlast skýrari sýn á hvað þig langar að gera eða fá út úr lífinu, eða ef þig langar að fá aðstoð við að ná þeim markmiðum sem hafa beðið fram til þessa.
Námskeiðið er ein kvöldstund frá kl.19-20, og fyrir þá sem eftir kvöldið vilja setja sér enn skýrari markmið geta skráð sig í einstaklings markþjálfun hjá Kristínu í gegnum heimasíðu Krafts. Skráning fer fram í gegnum skráningarform.
Markþjálfun er aðferðafræði, byggð á samtölum, sem miða að því að laða það besta fram hjá hverjum og einum. Með aðferðafræðinni gefst kostur á að auka yfirsýn og bæta árangur bæði í einkalífinu sem og í starfi. Þroskandi og skemmtilegt ferðalag sem kennir þér margt um sjálfan þig og getu þína til þess að ná betri árangri í lífi og starfi.
Kristín Þórsdóttir er markþjálfi Krafts. Hún er þriggja barna móðir og hefur sjálf reynslu af krabbameini sem aðstandandi. Það er eldmóður Kristínar að aðstoða fólk við að vaxa og ná markmiðum sínum. Kristín er útskrifaður ACC markþjálfi frá Evolvia en hún býður fram þjónustu sína fyrir félagsmenn Krafts að kostnaðarlausu og gefur Krafti alla sína vinnu.
Frábært tækifæri til að kynnast þér sjálfum/sjálfri, vaxa og dafna og ná markmiðum þínum.