Laugardaginn 10. júní verður gengið upp Mosfell í Mosfellsbæ.
Fellið er ágætlega bratt og um 200m í upphækkun en toppurinn sjálfur er breiður og aflangur. Gangan tekur um það bil 1-2 tíma. En þegar á toppinn er náð tekur við fallegt útsýni yfir Mosfellsbæ, Mosfellsdalinn og Esjuna.
Hópurinn hittist hér:
Hjá Mosfelsskirkju
Að klífa brattann er gönguhópur fyrir alla félagsmenn Krafts, bæði þá sem greinst hafa með krabbamein og eru að koma sér út í lífið eftir veikindin sem og aðstandendur. Atli Már Sveinsson, íþróttafræðingur, leiðir gönguhópinn. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna
sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.