Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Fjallahjól og hellaskoðun – FítonsKraftur

12. október 2019 @ 8:00 - 22:00

1500kr.

Ævintýraferð sem þú villt ekki missa af!

Laugardaginn 12.október ætlar FítonsKraftur að fara í fjallahjólreiðar og hellaskoðun með Iceland Bike farm. Þetta er einstök ferð í stórbrotinni náttúru þar sem hjólað verður í gegnu hraunbreiðurnar hjá Laka og skoðaður hellir sem er þar í hrauninu.

Þú þarft ekki að vera vanur hjólreiðarmaður til að mæta og hentar öllum getustigum þar sem hjólað er að mestu niður á við. Bikefarm mun lána okkur allan búnað sem þarf.
Lengd: 4 klst.
Lengd hjólaferðar: 15 km. Að mestu niður í móti.
Vegur:  Malarvegur með lítilli umferð

Athugið að einungis eru laust pláss fyrir 12 manns í ferðina og staðfestingargjald er 1500 kr. annað er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Ef mikil aðsókn er í ferðina hafa krabbameinsgreindir félagsmenn forgang. 

Hisst verður kl. 8:00 í Krafti, Skógarhlíð 8 og sameinast í bíla. Þar sem förinni er heitið á Kirkjubæjarklaustur þar sem ferðin byrjar.
Komið verður aftur í bæinn um kl.22 um kvöldið.

Það sem þú þarft að taka með er lítill bakpoki með fötum til skiptana, hlý útivistarföt, góðir skór, vettlingar, húfa og nesti fyrir daginn. 

Hér er hægt að skrá sig!

Hér er hægt að lesa meira um ferðina. 

Upplýsingar

Dagsetning:
12. október 2019
Tímasetning:
8:00 - 22:00
Verð:
1500kr.
Vefsíða:
https://forms.gle/6TwSBBWPYqiSYDdv8

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Kirkjubæjarklaustur
Iceland + Google Map