Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.
Event Series Event Series: FítonsYoga

FítonsYoga

10. október 2018 @ 17:15 - 18:15

FítonsYoga eru blandaðir jógatímar bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Annars vegar er lögð áhersla á að styrkja líkamann og hugann með jógaflæði. Hins vegar er lögð áhersla á teygjur, slökun og hugleiðslu.
Í tímunum verður heimskpeki yoga kynnt fyrir þátttakendum.
FítonsYoga hentar öllum, stirðum og liðugum, stelpum og strákum, vönum og óvönum.
Jógatímarnir eru haldnir einu sinni í viku, mið. kl. 17:15 – 18:15 í sal í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.  Tímarnir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Yogakennarinn
Elín Skúladóttir mun sjá um FítonsYoga en hún kynntist yoga fyrir rúmum áratug síðan þegar hún réð sig til starfa á lúxus skemmtiferðarskipi. Hún ætlaði sér að starfa sem þolfimileiðbeinandi en yoga var vinsælla á skipinu svo hún var send á yoga kennaranámskeið. Elín sigldi um höfin blá og kenndi yoga og hélt því áfram þegar hún kom í land. Hún hefur að mestu lokið meistaranámi í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.
Elín greindist sjálf með brjóstakrabbamein árið 2017.

Flæðum saman inn í veturinn <3

Upplýsingar

Dagsetning:
10. október 2018
Tímasetning:
17:15 - 18:15
Series:
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/325603784671668/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website