Kraftur býður félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra upp á tölvuleikjafjör í ARENA sunnudaginn 23. mars milli kl. 12 og 14. Í boði er að spila í öflugustu PC leikjatölvum landsins eða í Playstation 5 leikjatölvum. Úrval leikja er ótrúlegt og ættu allir að finna leik við sitt hæfi. Frábær leið fyrir foreldra að kynnast því sem krakkarnir eru að gera í tölvunni „alla daga“.
Skráning er í fullum gangi!