Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Fræðslufyrirlestur – Geta viðbótarmeðferðir gagnast fólki með krabbamein?

18. september 2019 @ 17:15 - 18:30

Geta viðbótarmeðferðir gagnast fólki með krabbamein? Fræðsla og spjall með Ágústu Kr. Andersen, hjúkrunar- og nálastungufræðingi og Karítas Björgúlfsdóttur félagsmanni í Krafti.

Ágústa mun fara yfir hverjar helstu meðferðirnar eru, hvort þær eru að nýtast fólki eða ekki, hvað hefur verið rannsakað og hvað ætti að forðast að gera. Meginmarkmið Ágústu er að hjálpa fólki að fá smá yfirsýn og innsýn inn í það hvað getur verið hjálplegt og öruggt að nota og hvað ekki, hvernig gott er að nálgast slíkar meðferðir og velja.
Karítas Björgúlfsdóttir greindist með heilaæxli 35 ára gömul og mun hún deila reynslu sinni af viðbótarmeðferðum og úrræðum sem hún hefur nýtt sér.
Fræðslufyrirlesturinn mun fara fram í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8. Allir velkomnir og er ókeypis á viðburðinn.

Upplýsingar

Dagsetning:
18. september 2019
Tímasetning:
17:15 - 18:30

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website