Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Fræðslufyrirlestur – Jákvæð samskipti

20. apríl 2021 @ 20:00 - 21:30

Hvernig væri að skella sér á skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur til að létta sér lundina í kófinu – mikilvægt er að skrá sig hér 

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á dagleg samskipti og hópinn í Krafti auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands. Auk þess gaf Pálmar nýlega út bókina “Samskipti” þar sem birtast niðurstöður athugunar á samskiptum 1.300 Íslendinga.

Fylgstu með á facebook hér 

Vonumst til að sjá sem flesta 🧡

Upplýsingar

Dagsetning:
20. apríl 2021
Tímasetning:
20:00 - 21:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/1403138583412221/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website