Næsti fyrirlestur í mánaðarlegri fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein verður miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17:15 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.
Hvað veldur því að sumir frá krabbamein en aðrir ekki? Eru það genin sem skipta máli eða er það eitthvað annað? Þórdís Jónsdóttir, sálfræðingur á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans, mun vera með fræðsluerindi um erfðir og krabbamein hjá okkur í fræðslufyrirlestri nóvembermánaðar. Eins mun Valdís Konráðsdóttir segja okkur frá sinni reynslu en hún lét fjarlægja bæði brjóst sín sem forvörn gegn brjóstakrabbameini.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður boðið upp á samlokur frá Joe and the juice.
Fyrirlestrinum verður streymt í beinni á netinu og mun einnig vera opið hjá NorðanKrafti í húsnæði Krabbameinsfélagsins á Akureyri þar sem hægt verður að horfa á fyrirlesturinn.