Fyrsti fyrirlesturinn á nýju ári í fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein – verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 17.15 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.
Þar sem árið byrjar af Krafti með Veganúar ætlum við að þessu sinni að fjalla um Veganmataræði í tengslum við krabbamein. Við vörpum fram spurningunni – Virkar vegan mataræði gegn krabbameini? Aðalfyrirlesari verður Guðrún Ósk Maríasdóttir, matvælafræðingur sem mun fara yfir mataræði og krabbamein.
Sérstakur gestur verður Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, sem greindist með krabbamein og hefur tileinkað sér vegan mataræði eftir greiningu.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og er án endurgjalds. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir.
Fyrirlestrinum verður einnig streymt í beinni á netinu og mun vera opið hjá NorðanKrafti í húsnæði Krabbameinsfélagsins á Akureyri þar sem hægt verður að horfa á fyrirlesturinn og spjalla um viðfangsefnið.