Fimmtudaginn, 26. mars, verður heimildarmyndin Lífið er núna sýnd á RÚV sjónvarpsstöð allra landsmanna. Kraftur fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári og sýnir myndir hvernig félagið hefur verið til staðar fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur í gegnum tíðina.
Við hvetjum ykkur til að setjast í sófann með ykkar nánustu með (ath. að 2 metra fjarlægð og horfið á þessa frábæru mynd sem endurspeglar svo vel kjörorð félagsins um að njóta líðandi stundar. Það er ekki slæmt að minna sig á það á tímum sem þessum!
Lífið er núna 🧡
Myndin er framleidd af Falcor og Laila markaðsstofa. Styrktaraðili myndarinnar er Atlantsolía.