Næsti fyrirlestur í fyrirlestraröð Krafts, Ungt fólk og krabbamein, verður haldinn þriðjudaginn 21.maí n.k. kl 17.15 í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Nú munum fyrir fara yfir gildi hreyfingingar fyrir krabbameinsgreinda en Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari og íþrótta- og heilsufræðingur (M.Sc, Clinical Cancer Spesialist), mun fara með okkur í gegnum það. Haukur starfar sem sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.
Tvær félagskonur Krafts munu einnig fjalla um hvernig útivera og göngur hafa hjálpað þeim til endurhæfingar meðan og eftir veikindin. En þetta eru þær Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, sem gekk í grunnbúðir Everest, og Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem gekk Jakobsveginn, síðastliðið sumar. Þær eru að fara byrja með gönguhóp fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur – Að klífa brattann – sem verður með reglulegar göngur í vor og sumar.