Hvað þarf ég að borga? Hvað þarf ég að vita? Hver er réttur minn í veikindum?
Næsti fyrirlestur i fyrirlestaröð Krafts „Ungt fólk og krabbamein“ verður haldinn þriðjudaginn 22. maí kl 17.15 í húsakynnum Krafts, Krabbameinsfélaginu, Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Arnar Þór Sveinsson, hagfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, fjallar um greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og Guðrún Björg Elíasdóttir, lyfjafræðingur og deildarstjóri lyfjadeildar hjá Sjúkratryggingum Íslands, fjallar um greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakaupum.
Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, fjallar um fjármál, félagsleg réttindi, endurhæfingu og önnur úrræði sem í boði eru fyrir krabbameinsgreinda.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.